314
| Íslenska
3 Uppsetning / stillingar
HÆTTA
Hlutar undir spennu
Bani eða alvarlegt líkamstjón af
völdum raflosts
• Slökkvið strax á spennugjafa ef
einangrunin hefur skemmst.
• Látið aðeins rafvirkja
framkvæma vinnu á rafbúnaði.
• Haldið raka fjarri straumhlutum.
• Haldið kerfinu lokuðu.
• Tengið ekki framhjá neinum
öryggjum eða takið úr notkun.
VIÐVÖRUN
Hlutir sem þeytast út
Alvarlegt líkams- eða munatjón
• Beinið vélinni ekki að
einstaklingum.
• Áður en skipt er um verkfæri
eða fylgihluti skal rjúfa
rafmagnstengingu til vélarinnar.
• Festið byggingarhlutann
örugglega áður en vinna hefst.
VIÐVÖRUN
Hlífðarbúnaður sem vantar
Bani eða alvarleg meiðsl
• Notið aðeins óskemmdan
hlífðarbúnað.
• Notið öryggiskó við
allar aðgerðir við fyrstu
gagnsetningu, starfrækslu, þrif,
viðhald eða skipti á íhlutum.
3 .1 FESTING Á BELTISKLEMMU /
HNOÐUPPLÝSINGAPLÖTU
Þetta aðgerðarskref er
valkvætt aðeins nauðsynlegt
ef þörf er á beltisklemmu eða
hnoðupplýsingaplötu.
Sjá skýringarmynd c, beltisklemma
Nr .
Heiti
1
Beltisklemma (eða:
hnoðupplýsingaplata)
2
Rauf
3
Festiskrúfa
Skilyrði:
• Þörf er á beltisklemmu / hnoðupplýsingaplötu.
1. Stingið beltisklemmunni /
hnoðupplýsingaplötunni í raufina.
2. Stingið festiskrúfunni í gatið á
beltisklemmunni / hnoðupplýsingaplötunni.
3. Festið festiskrúfuna með skrúfjárni.
4. Athugið með hendinni hvort beltisklemman /
hnoðupplýsingaplatan sitji föst.
3 .2 HLEÐSLURAFHLAÐAN HLAÐIN
Hægt er að hlaða
hleðslurafhlöðuna hvenær
sem er án þess að það stytti
endingartíma hennar. Ef hætt er
við hleðsluna skemmir það ekki
hleðslurafhlöðuna.
1. Aflæsið hleðslurafhlöðunni og takið
hleðslurafhlöðuna úr setningartækinu.
2. Setjið hleðslurafhlöðuna í hleðslutækið.
3. Setjið hleðslutækið með hleðslurafhlöðunni
niður á slétt yfirborð.
4. Stingið snúru hleðslutækisins í innstungu.
»
Hleðslurafhlaðan er hlaðin.
5. Ef LED 1 á hleðslutækinu er grænt og LED 2
á hleðslutækinu er rautt er hleðslurafhlaðan
fullhlaðin og hægt er að taka hana úr
hleðslutækinu.
»
Hleðslurafhlaðan er tilbúin til notkunar.
3 .3 SETNINGARTÆKI AFLÆST
Við afhendingu er setningartækið
læst og verður að aflæsa því fyrir
fyrstu notkun.
1. Setjið hleðslurafhlöðuna í setningartækið.
2. Ýtið stuttlega á gikkinn.
»
Á skjánum birtist læsta
upphafsskjámyndin.
3. Ýtið á hnappinn OK í 2 sekúndur.
»
Á skjánum birtist PIN-innsláttarreiturinn.
4. Færið inn PIN-númerið með örvarhnöppunum.
Forstillta PIN-númerið er 1234.
Það er alltaf hægt að breyta
PIN-númerinu, sjá kafla 3.6.
5. Staðfestið valið með hnappinum OK.
»
Á skjánum opnast
Rivdom eVNG Main
.
6. Veljið valmyndarliðinn
Expert
með
örvarhnöppunum.
7. Staðfestið valið með hnappinum OK.
»
Á skjánum birtist undirvalmyndin
Expert
.
8. Veljið valmyndarliðinn
Tool Lock
með
örvarhnöppunum.
9. Staðfestið valið með hnappinum OK.
»
Á skjánum birtist textinn
Press OK for lock
state Unlocked
.
Summary of Contents for 320620000000-010-1
Page 603: ... 603 ...