110
Öryggi - ÍSLENSKA
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.
VIÐVÖRUN!
•
Sýnið aðgát þegar tækið er notað samtímis brennslutækjum, t.d. hiturum sem nota gas, dísileldsneyti,
kol, við o.s.frv., sem nota loft úr sama rými. Eldavélarháfurinn leiðir loft frá sameiginlega rýminu og getur
haft slæm áhrif á brennsluna. Þessi viðvörun gildir ekki um notkun án loftrásar.
•
Þegar tækið er notað samtímis með tækjum sem nota gas eða annað eldsneyti verður að vera nægileg
loftræsting í herberginu.
VARÚÐ!
•
Yfirborðið hefur mikið þol gagnvart hitabreytingum en getur skemmst ef þungir hlutir falla á það.
Yfirborðið gæti brotnað strax eða nokkra stund eftir að eitthvað hefur rekist í það.
•
Helluborðið minnkar orkustig eldunarsvæðanna sjálfkrafa þegar hár hiti greinist.
•
Ekki setja neinn búnað á milli eldunarsvæðisins og botns eldunaráhaldsins, til dæmis búnað sem gerir
mögulegt að nota ósegulmögnuð eldunaráhöld. Notkun slíks búnaðar getur valdið bruna og skemmdum
á helluborðinu. Verið viss um að eldunaráhöldin séu á miðju eldunarsvæðinu.
•
Ekki ýta pottum og pönnum. Lyftið og haldið eldunaráhöldunum til að forðast upplitun vegna
yfirborðsskemmda og núnings potta.
•
Gangið úr skugga um að eldunarsvæðið og botn eldunaráhaldsins séu hrein og þurr til að bæta árangur
og hindra skemmdir á yfirborði.
•
Ekki setja heita potta eða pönnur eða blautt handklæði á yfirborð stjórnborðsins.
•
Ekki skilja hitunarhlutana eftir með tóman pott eða pönnu á sér eða án íláts.
•
Notið helluborðið ekki sem geymslusvæði þar sem það gæti leitt til þess að það rispist eða skemmist.
•
Notið ekki eldunaráhöld úr áli eða plasti á heit eldunarsvæði.
•
Setjið ekki neina plasthluti eða álþynnu á helluborðið.
•
Notið aðeins eldunaráhöld með flötum botni. Íhvolfir eða kúptir botnar, hvort sem það er ætlunin eða
ekki, geta haft áhrif á hitunarferlið og skemmt yfirborð helluborðsins og eldunaráhöldin.
Öryggi við viðhald
HÆTTA!
Notið hlífðarhanska meðan uppsetning tækisins stendur yfir. Hætta er á líkamstjóni vegna beittra brúna.
VIÐVÖRUN!
•
Ekki framkvæma neinar rafmagnsviðgerðir á tækinu.
•
Ekki gera við eða skipta um neina hluta tækisins nema leiðbeiningarnar mæli sérstaklega fyrir um það.
VIÐVÖRUN!
Leyfið börnum ekki að hreinsa tækið án eftirlits.
VIÐVÖRUN!
Áður en hreinsun eða viðhald er framkvæmt skal aftengja tækið frá rafveitu með því að taka það úr sambandi
eða slökkva á aðalrofa töflunnar.
VIÐVÖRUN!
•
Ef ekki er farið að fyrirmælum um hreinsun tækisins og hreinsun og útskiptingu sía getur það valdið
hættu á eldsvoða.
•
Hreinsið tækið oft að innan og utan (að minnsta kosti einu sinni í mánuði).
VIÐVÖRUN!
•
Ekki nota ranga eða gallaða varahluti. Þeir gætu valdið líkamstjóni eða vandamálum eins og
skemmdum, bilunum eða að tækið hætti alveg að virka.
•
Ef notaðir eru óheimilaðir aukahlutir eða óheimilaðir varahlutir fellur ábyrgð framleiðandans úr gildi.
•
Kaupið varahluti og aukabúnað hjá samningsbundnum söluaðila eða viðskiptavinaþjónustu.