
7. VARÚÐ - Sumir hlutar tækisins geta orðið snarpheitir og valdið
brunasárum. Sýna þarf sérstaka aðgætni ef börn eða viðkvæmt
fólk er á staðnum.
8. Ofninn er fylltur með nákvæmlega mældu magni af sérstakri
olíu. Eingöngu framleiðandi eða þjónustufulltrú hans mega sinna
viðgerðum þar sem þarf að opna olíugeyminn og til þeirra ætti
að leita komi fram olíuleki. Þegar ofninum verður fargað skal fara
að reglum um förgun olíu.
9. Að farga tækinu á réttan hátt
Þetta tákn gefur til kynna að ekki ætti að farga vörunni
með almennu heimilissorpi innan ESB. Endurnýttu
tækið á ábyrgan hátt til þess að vinna gegn mögulegu
tjóni á umhverfi eða lýðheilsu vegna skipulagslausrar
förgunar úrgangs og til þess að stuðla að sjálfbærri
endurnotkun auðlinda. Notuðu tæki má skila á
viðurkenndum skila- og endurvinnslustöðvum eða
með því að leita til þess sem seldi tækið. Seljandi gæti tekið við
tækinu til að tryggja umhverfisvæna endurnýtingu þess.
10. Ofninn getur ekki haft nákvæma stjórn á umhverfishitastiginu og
því er ekki hægt að nota hann til hitastýringar í geymslum, fyrir
ákveðna hluti, dýr eða jurtir.
11. Ekki nota ofninn hafi hann fallið niður.
12. Ekki nota ofninn, séu á honum sýnilegar skemmdir.
13. Nota skal ofninn á láréttu og stöðugu undirlagi.
14. VIÐVÖRUN: Ekki nota ofninn í litlum rýmum, sé þar fólk sem
ekki getur komið sér út hjálparlaust, nema það sé undir stöðugu
eftirliti.
15. VIÐVÖRUN: Haltu textílefnum, gluggatjöldum og öðrum
eldfimum efnum í að lágmarki 1 metra frá ofninum.
VARÚÐ!
41
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.
Summary of Contents for Q Air COE5200V
Page 46: ......