176
177
! Mikilvægar upplýsingar
• Það er EKKI LEYFILEGT að setja stólinn í framsæti MEÐ
VIRKUM ÖRYGGISPÚÐA.
• Þennan bílstól er bara hægt að nota í bíl sem er með ISOfix
festingar, í samræmi við UN/ECE reglugerð nr. 14 eða aðra jafngilda
staðla.
• Lesið handbók bílsins til að vita hvar stóllinn á að vera í bílnum.
• Lesið bílalistann til að sjá hvort þín bílategund sé vottuð fyrir þetta sæti.
Hægt er að fá nýjustu útgáfu af bílalistanum á BeSafe vefsíðunni www.
besafe.com. Ef bíllinn þinn er ekki á bílalistanum skaltu hafa samband
við BeSafe til að fá nánari upplýsingar.
• iZi Twist B i-Size skal nota bakvísandi fyrir börn frá 40 til 105 cm hæð að
hámarksþyngd 18 kg.
• Barnainnleggið er viðurkennt fyrir börn í bakvísandi stöðu sem eru 40 til
87 cm á hæð.
• Þegar ekið er með barn sitjandi í stólnum verður stólinn ávallt að vera
(bakvísandi) frá akstursstefnu bílsins. Aldrei má aka með stólnum snúið
til hliðar þegar barn situr í stólnum. Mælt er með því að aka ekki með
stólnum snúið til hliðar þegar hann er tómur.
• Öryggisbeltin verða alltaf að vera læst þegar barnið er í stólnum.
• Strekkja verður á öryggisbeltunum til að taka af slaka og gæta þess að
þau séu ekki snúin.
• Axlarpúðarnir eru með seglum sem geta haft áhrif á rafeindabúnað eins
og gangráð.
• Verjið barnið fyrir sól.
• Ávallt verður að nota gólfstuðninginn. Gakktu úr skugga um að
gólfstuðningurinn sé niðri að fullu þar til hann snertir bílgólfið fyrir
framan stólinn og að bílstóllinn sé láréttur í bílnum með hallamálið í
miðjunni. Vísarnir fyrir gólfstuðninginn ættu alltaf að vera grænir.
• Við mælum með því að nota barnainnleggið eingöngu í mest hallandi
stöðu þar til barnið hefur náð 87 cm hæð.
• Fjarlægið barnapúðann, einnig hvíta fleyginn, þegar barnið er stærra en
60 cm eða eldra en 4 mánaða.
• Taktu barnainnleggið úr þegar barnið er orðið hærra en 87 cm.
• Eftir bílsslys verður að skipta um stól þó svo að hann virðist óskemmdur
því við annað slys er ekki víst að stóllinn verndi barn þitt eins og hann á
að gera.
• Gætið þess að setja ekki farangur ofan á stólinn, skella hurðum á hann
eða gera nokkuð annað sem getur skemmt hann.
• Gættu þess að strekkja mjög vel á beislinu, þannig að ekki sé lengur
hægt að mynda brot í beltunum. Þegar strekkt er á beislinu skal ganga
úr skugga um að barnið liggi vel upp að bakinu.
• EKKI reyna að taka stólinn í sundur, breyta eða bæta hlutum við hann.
Ábyrgðin gildir ekki ef annað en upprunalegir hlutir eru notaðir eða
einhver aukabúnaður.
• Aldrei skilja barnið eftir eftirlitslaust í stólnum.
• Gangið úr skugga um að farþegar viti hvernig losa á barnið úr stólnum
í neyðartilfellum.
• Festið töskur og aðra lausamuni vel því laus farangur getur slasað bæði
börn og fullorðna illa.
• Aldrei nota bílstól án áklæðis. Það er til öryggis og má aðeins endurnýja
með upprunalegu BeSafe áklæði.
• Ekki nota sterkar hreinsivörur; þær geta dregið úr styrk stólsins.
• BeSafe mælir með að notaðir barnabílstólar séu hvorki keyptir né
seldir.
• GEYMDU þessa handbók til síðari nota.
• Taktu rafhlöðueinangrunina úr rafhlöðuhólfinu áður en iZi Twist B i-Size
stóllinn er settur upp í fyrsta skipti (ekki í öllum gerðum).
• Þó svo að uppsetningarskjárinn virki ekki, er öruggt að nota sætið
þegar uppsetning er gerð samkvæmt notandaleiðbeiningunum og allir
vísar eru grænir (ekki í öllum gerðum).
• 2 x AA/LR6 (1,5 V) rafhlöðurnar er hægt að skipta um frá neðri hlið
rafhlöðuhólfsins. Ekki má nota rafhlöður sem hægt er að hlaða (ekki í
öllum gerðum).
• Geymdu allar rafhlöður þar sem börn ná ekki til (ekki í öllum gerðum).
• Ekki nota gamlar rafhlöður eða rafhlöður sem sýna
merki um leka eða sprungur (ekki í öllum gerðum).
• EKKI nota stólinn lengur en 7 ár því efnið í honum
breytist með aldrinum.
• EKKI nota stólinn heimafyrir. Hann er ekki hannaður til
heimabrúks heldur aðeins til nota í bíl.
• Þegar stólinn er settur í bílinn skal gæta vel að öllum
stöðum þar sem hann gæti snert innréttingu bílsins. Við mælum með
að (BeSafe) hlífðarklæði sé notað á þessum stöðum til að koma í
veg fyrir skemmdir af núningi. Þetta á sérstaklega við um leður- og
viðarklædda fleti.
• Ef þú ert í vafa, hafðu þá samband við starfsmenn barnabílstóla hjá VÍS.
! Það er mikilvægt að þú lesir þessa notendahandbók ÁÐUR
en þú festir stólinn. Röng uppsetning getur stofnað barni
þínu í hættu.
Þakka þér fyrir að velja BeSafe iZi Twist B i-Size
Summary of Contents for iZi Twist B i-Size
Page 61: ...126 127 24 ISOfix 1 2 60 16 3 60 17 1 87 2 3 15...
Page 91: ...186 187 1 87cm 2 3 15 1 2 60cm 7kg 16 3 60cm 7kg 17 1 2 7 3 8 4 9 5 10 6 11 7 12 8 13 9 14 24...
Page 100: ...204 205 24 ISOfix 1 87 2 3 15 1 2 60 16 3 60 17 3 8 4 9 5 10 6 11 7 12 8 13 9 14...
Page 105: ...214 215 1 87 2 3 15 1 2 7 3 8 4 9 5 10 6 11 7 12 8 13 9 14 1 2 16 60 3 17 60 ISOfix 24...
Page 111: ...226 227 24...